Gamlakallastjórn

Aldraðir synir feðra sinna sitja við stjórnvöllinn einmitt núna.  Ganga um með bindi gamalla manna og með úreltar hugmyndir í farteskinu. Helmingaskiptaveldið skal endurvakið.  Seðlabankinn er skýrt dæmi þar sem fjölga á aftur í þrjá bankastjóra svo gamlir flokkshestar geti fengið gluggasæti með feitum tékka fram að eftirlaunum.

Ég vona og spái þessari stjórn skammlífi.  Forsætisráðherrann er viðkvæmari en sjálfur Davíð Oddsson og þolir enga gagnrýni.  Ekki uppskrift að farsælum ferli. Hlýtur að vera eitthvað úr föðurætt hans, en sá gamli þolir ekki heldur gagnrýni og hefur farið í mál við bloggara fyrir að benda á hið augljósa.  Að hann hafi sölsað Kögun undir sig með grænt flokksskírteini upp á vasann.

Eini ljósi punkturinn er heilbrigðisráðherra sem gælir við þá hugmynd að afglæpavæða eiturlyfin.  Það er að segja að það verði ekki lengur refsivert að neyta eiturlyfja.  Löngu tímabær ráðstöfun.  Rándýr og töpuð barátta að reyna hindra fólk í að dópa sig upp.

Í sama anda á að leggja Vínbúðirnar niður og slá af ofurtolla af áfengi og annari matvöru.

Færðu inn athugasemd