Það voru jú kosningar í vor

Forsætisráðherrafíflið þykist vera að koma á löngu þörfum breytingum á íslensku samfélagi með því að slíta viðræðum við ESB og raða flokksgæðingum við jötuna í Seðlabankanum.  Jú, breytingum til fortíðar.  Allt skal verða eins og fyrir hrun. Taka tvö.  Okkur hlýtur að takast vel til í þetta sinn, hugsa fjósafasistar og sjálfgræðgismenn.  Nú á að hirða restina af íslenskri alþýðu og flytja til Tortola. Kínverjar og Rússar fá að kaupa rest á útsölu.

Af hverju gat þjóðin ekki druslast til að kjósa áfram vinstristjórn heldur en þessa andskota!  Af því að hún nennti ekki að vinna sig í gegnum hrunið.  Vildi bara fá kreditkortin sín og utanlandsferðirnar aftur.  Nennti ekki að byggja upp heilbrigðara samfélag sem lendir ekki í hruni á nokkurra ára fresti.

Þið fenguð sem þið kusuð.  Sömu, gömlu spillingarsúpuna nema bara hálfu verri og í hefndarhug.  Nú skal sorfið til stáls og við látin finna fyrir því að hafa kosið vinstristjórn síðast.  Nú skal öll gagnrýni kæfð og fjölmiðlar halda sig til hlés. Eins og Vigdís segir iðulega.  Það voru jú kosningar í vor.

Færðu inn athugasemd