Raddir eiga að fá að hljóma

Nú er verið að taka Hildi Lilliendahl af lífi á netinu.  Fólk verður víst að vera fullkomið til að geta tjáð sig um karlrembu á vefnum.  Aldrei hafa tjáð sig á barnaland.is undir öðru nafni og egói.

Hefði verið svona mikið fjölmiðlafár yfir orðum karlmanns?  Held ekki.  Honum hefði fyrirgefist allt.  Sérstaklega ef hann hefði játað að hafa skrifað allt undir áhrifum áfengis.

Veit ekki um þig, en ég fyrirgef Hildi heilshugar og held áfram að lesa allt sem frá henni kemur.  Raddir eiga að fá að hljóma.  Ekki vera kveðnar í kútinn af misvitrum ritskoðunarlöggum fyrir gamlar syndir.  Líttu þér nær!  Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!

Ofsagleði kvenhatara og karlremba yfir örlögum Hildar er sorgleg.  Halda að með því að múlbinda hana muni baráttan fyrir jafnrétti kynjanna deyja út og þeir fá að kúga áfram.  Þvílíkir fávitar!

Færðu inn athugasemd