Varnagli. Landsfundur og flokksþing eru þjóðin. Var aldrei ætlunin að kjósa. Einmitt þegar ég tel næga heimsku komna upp úr Framsóknarflokknum bæta þau um betur. Hrokinn svoleiðis lekur af þessu liði. Það voru jú kosningar í fyrravor.
Við eigum bara að hafa okkur hæg næstu þrjú árin og leyfa þeim að loka fyrir alla möguleika okkar gagnvart Evrópu. Leyfa þeim frekar að selja landið í hendur á Rússlandi sem er í töluðum orðum að ráðast inn í Úkraníu og Kína sem ætlar sér að legga undir sig heiminn með góðu eða illu. Helst með dollurum og evrum.
Bjarni Ben. situr steinhissa í stofunni sinni í Garðabæ yfir viðbrögðum þjóðarinnar. Skilur þau ekki. Var jú bara að svíkja kosningarloforð. Er búinn að gleyma að flokkurinn hans hefur ekki verið þekktur fyrir að svíkja sín örfáu kosningarloforð í gegnum tíðina.
Gunnar Bragi búðarloka frá Skagafirði og víst utanríkisráðherra blasti við mér fyrir utan A4 við Smáratorg í gær. Því miður með syni sínum því annars hefði ég kannski rokið á hann og skallað hressilega frá meirihluta þjóðarinnar sem vill kjósa um áframhald viðræðna við Evrópusambandið.
Átta þúsund manns mættu á Austurvöll til að mótmæla í gær. Önnur búsáhaldabylting er að myndast vegna valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Sem er gott og þarft. Þetta lið átti aldrei að komast aftur að kjötkötlunum svona skömmu eftir hrunið. En gerðu það með því að vera á móti Icesave og lofa skuldaleiðréttingu sem reynist hvorki vera fugl né fiskur.
Leiðréttum mistökin og mótmælum í gegn nýjar Alþingiskosningar samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Ísland má ekki við þremur árum í viðbót með þessa ríkisstjórn sérhagsmuna gagnvart þjóðarhagsmunum.