Næsta hrun

Næsta hrun er í undirbúningi.  Byggingarkrönunum fjölgar með hverjum deginum og pólskir byggingarverkamenn eru aftur farnir að fylla götur og strætisvagna borgarinnar.  Fimm prósent skráð atvinnuleysi og erlent vinnuafl er flutt inn fyrir næstu húsnæðisbólu.  Má ekki kosta of mikið.

Atvinnuleysið er í raun mun meira.  Eru bara svo margir komnir á framfæri bæjarfélaganna eftir að hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og teljast ekki með.  Allt skal líta vel út á yfirborðinu.  Kreppan á víst að vera að baki samkvæmt núverandi (en vonandi skammvinni) ríkisstjórn.

Umpólun hefur orðið í stjórnmálum landsins eftir hrun.  Áður eyddu vinstri flokkar og söfnuðu skuldum meðan hægri flokkar tóku til í ríkisfjármálum og greiddu upp skuldir.  Núna setja hægri flokkar landið á hausinn með reglulegu millibili og vinstri flokkar taka til eftir þá milli hruna.  Og kjósendur halda áfram að vera hálfvitar upp til hópa sem trúa kosningaloforðum.

Færðu inn athugasemd