Það má ekkert segja

Allt vitlaust því nokkrum náungum með pólsk nöfn var meinuð innganga á Hressó. Fjölmenningarkórinn strax farinn í gang án þess að spyrja sig af hverju? Jú, vegna þess að hópar af samanrekknum sveitastrákum frá Póllandi í hvítum strigaskóm hafa verið til vandræða áður.

En það má ekki nefna slíkt.  Að þeir séu helst til dónalegir við íslenskar stelpur sem frábiðja sér viðreynslur þeirra.  Að þeir kunni hvorki orð í íslensku né ensku og rífi bara kjaft á sínu ylhýra.  Að þarna sé smá menningarmunur í gangi og mismunandi skilningur á góðum mannasiðum.

En auðvitað er ég að alhæfa smá.  Hérna er vonandi eitthvert tímaspurnsmál í gangi.  Svona eins og þegar breskir og bandarískir dátar gengu um stræti borgarinnar í seinna stríði.  Að vísu voru þeir mun glæsilegri á velli en pólsku byggingarverkamennirnir sem aftur eru farnir fylla strætisvagna borgarinnar líkt og fyrir hrun.

Í gærmorgun hékk einn af þessum samanrekknu í hvítu strigaskónum sínum í horninu fyrir utan útidyrnar hjá mér í ca. klukkustund reykjandi og í snjallsímanum sínum horfandi fyrir hornið eins og hann væri að bíða eftir einhverjum.  Ég lagði ekki í að reka hann í burtu.  Ekki þess virði að fá á kjaftinn fyrir.  Þrátt fyrir að vera búinn að taka loforð af sjálfum mér að líða ekki yfirgang.  Fail!

Sagnfræðiprófessor sem kenndi mér, nú kominn á eftirlaun,  nefndii ítrekað að í sögunni hefðu hópar af ógeldum karlmönnum iðulega verið til vandræða.  Er farinn að halda að hann hafi rétt fyrir sér.

Færðu inn athugasemd