Landráðsgælur

Gunnar Bragi utanríkisráðherra og aðstoðarskvísurnar hans tvær með samskiptatæki upp á milljón króna eru stödd í Úkraníu að sýnast fyrir heimsbyggðinni.  Imac, Iphone og Ipad eru einu græjurnar sem duga til verksins.

Fyrir ekki svo löngu síðan voru Úkranískir mótmælendur í sinni stöðu vegna ESB: http://www.visir.is/esb-ekki-ad-hjalpa-ukrainu/article/2014140218638.   Nú mætir Gunnar galvaskur til að stuðnings ásamt öðrum vestrænum ríkjum: http://www.ruv.is/frett/gunnar-bragi-rodd-islendinga-skiptir-mali.

Tóm sýndarmennska til að breiða yfir klúðrið hér heima vegna tillögunar um að draga umsóknina í ESB til baka.  Hverjum er ekki sama þó íslenskur ráðherra sé að þvælast í Úkraníu.  Gunnar er af veikum mætti að reyna herma eftir Jóni Baldvini þegar hann fyrstur vestrænna utanríkisráðherra viðurkenndi Eystrasaltsríkin. Gunnar Bragi er enginn Jón Baldvin!

Man ekki betur en að Gunnar Bragi hafi verið fyrir stuttu í klappkór Ólafs Ragnars forseta í kringum Vladimir Putin.  Aukin samskipti við Rússland og Kína áttu að koma í stað viðræðuslita við ESB.  Meiri bjánarnir!

Færðu inn athugasemd