„You ain’t seen nothing yet!“. Eins og mennirnir sögðu. Fyrst forsetinn fyrir síðasta hrun og nú Bjarni fjármálaráðherra fyrir næsta hrun. Ósmekklegt og taktlaust. Er maðurinn að hóta þjóðinni að auðmannaklíkan hans fái enn frekari skattalækkanir sem við lýðurinn fáum svo að borga þegar upp er staðið?
Á eftir að sjá samstarfsflokkinn samþykkja að leggja af vörugjöld og ofurtolla. Mun aldrei gerast. Hér er bara verið að blása reyk út um rassgat fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Lofa öllu fögru svo trúgjarnir aumingjar dröslist til að krossa við íhaldið.
Er ekki hissa á að Bjarni vogar sér ekki að lofa taka vörugjöldin af áfengi og tóbaki. Því þorir enginn pólítíkus í framboði. Halda að það þýði fylgistap. Þora ekki fyrir sitt litla líf að láta á það reyna. Minnihlutinn sem vill hafa vit fyrir meirihlutanum ræður allt of miklu í þessu landi. Bæði hvað vörugjöld varðar og tollavernd á innflutningi til landsins.
En hvað er ég að gaspra. Það er víst svo bjart framundan því við erum utan ESB og enn með íslensku krónuna sem útgerðarmenn geta fellt þegar þeim hentar og þannig haldið launum niðri í landinu en eigin arði himinháum. Bankabófar eru að fá hærri bónusa meðan restin er á leið í verkfall til að ná fram smá launaleiðréttingu.
Bílasala að aukast, ryðguðu byggingarkranarnir frá því fyrir hrun að rísa á ný, allt að fyllast aftur af málhöltum, pólskum verkamönnum í hvítum skóm, húsnæðisverð búið að ná sömu hæðum og fyrir hrun og fer bara hækkandi fyrir tilstuðlan bankanna sem eru á fullu að blása í nýja fasteignabólu til að græða aðeins meira.
Svei mér þá ef hestamaðurinn á Select fyrir síðasta hrun hafi ekki haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að það þyrfti að skjóta einhvern svo fólk færi að staldra við og hugsa heila hugsun. Verst að flestir byssubófarnir eru hægra meginn við Helvíti þegar kemur að stjórnmálaskoðunum. Annars ættum við kannski einhverja von.