Fæðingarbær íslenska pönksins

Helvítið hann Gísli Marteinn að dissa Kópavog.  Hvernig dirfist hann!  Eins og Reykjavík sé eitthvað skárri, skítug og illa til reika. Með djammlíf dauðans og ofbeldi.  Minjagripabúðir í tugum frá Hlemmi niður á Lækjartorg sem selja sama draslið.

Veitingastaðirnir eru það sem halda uppi merki miðbæjarins. Söfnin og hönnunarbúðirnar. Sjávarloftið.  Gott og vel.  En Kópavogur er bær til að búa í og ala upp börn.  Stærsta og besta úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Næst stærsti bær landsins.   Fæðingarbær íslenska pönksins.

 

Færðu inn athugasemd