Mun kjósa eitthvað annað

Guðni Ágústsson er maður að meiri fyrir að taka ekki þátt í þessum sveitarstjórnarsirkus í Reykjavík.  Tek ofan fyrir honum fyrir að ákveða að fara ekki fram.  Hefði verið svo örvæntingarfullt eftir brottfall Óskars spillingarpésa í eigu Eyktar h/f.  Hvað eru líka fjósamenn að gera á mölinni?

Margt fer í taugarnar á mér mánuði fyrir kjördag.  Til dæmis uppstilling Samfylkingarinnar í mínum heimabæ Kópavogi.  Af hverju fékk Pétur Ólafsson ekki að taka við af Guðríði sem oddviti?  Nei, frekar var einhver nafni hans Hrafn Sigurðsson settur sem oddviti og Ólafsson yfirgaf flokkinn frekar en að þiggja aftur þriðja sætið á listanum.

Kann hvorki við uppstillingar né valdabrölt einhverra aðfluttra sem heimta nógu þægilegt sæti á kostnað þeirra sem hafa búið hér lengst af og unnið sig upp innan flokksins með dugnaði.  Ætla því að refsa flokknum fyrir hugsunarleysi sitt.  Kýs eitthvað annað eftir mánuð.  Látið ykkur þetta að kenningu verða Samfylkingin í Kópavogi!

Færðu inn athugasemd