Síðasti Móhíkaninn

Þeim fer blessunarlega sífellt fækkandi sem reykja að staðaldri á Íslandi. Stöðugur áróður hefur sín áhrif og eflaust himinhátt verð einnig.  Svo eru þessi grey hvergi velkomin lengur.  Rekin út í hvaða veðri sem er á heimilum og vinnustöðum.  Og nú vill bæjarfulltrúi í Kópavogi banna þeim að reykja í biðskýlum, á göngustígum, fyrir utan innganga að byggingum og öðrum almenningsrýmum utandyra.

Djöfull líst mér vel á þá hugmynd!  Er orðinn svo leiður á að þurfa hanga fyrir utan skýlin í alls kyns veðrum meðan fíklarnir sjúga líknaglana sína í skjóli fyrir veðrum og vindum.  Er minnistætt þegar þrjár skessur boluðu mér með látum úr skýlinu við Menntaskólann í Kópavogi.  Þær þurftu reyk og nenntu ekkert að hlusta á röflið í mér.

Reyndar er ég ekkert sérstaklega hrifinn af svona boðum og bönnum. Reykingarfólk á bara að finna hjá sjálfu sér hvar er viðeigandi að rífa upp rettuna.  Flestir bregða sér afsíðis fjarri inngöngum og úr biðskýlum.  En ekki sumir gestir okkar.  Má þakka fyrir að þeir skjóti ekki logandi stubbunum í andlitið á mér.  Engin tillitsemi þar.

Færðu inn athugasemd