Skeggjaða konan vann!

Skeggjaða konan vann Eurovision.  Kom svo sem ekki á óvart.  Sennilega frekar frjálslynt lið sem horfir á keppnina og kýs með farsímunum sínum. Aðrir sitja bölvandi fyrir framan kassann veifandi Biblíunni.  Conchita hin austuríska hafði sigur yfir hollensku sveitasöngvurunum.  Ég kaus reyndar báða flytjendur.  Gat ekki ákveðið mig.  

Simon Copland fjallar ágætlega um hve framsækin keppnin hefur verið í gegnum tíðina: http://junkee.com/why-eurovision-might-be-the-most-important-show-on-tv/33913#GjXL14SKoM6O4Cym.01  Hafnað viðteknum venjum. Og núna er hún nánast sýnd beint út um allan heim fyrir þá sem nenna að horfa.

Einhver þingmannaskríll í Rússlandi röflaði yfir því að Conchita tæki þátt í sömu keppni og rússnesku tvíbbanir. Hvernig ætli hljóðið sé í þeim núna eftir að hún hefur unnið og að púað var í hvert skipti sem tvíburasysturnar fengu há stig?  Evrópu er sama um stórveldisdrauma Pútíns.  Sá brandari dó með Hitler 1945.

Færðu inn athugasemd