Hvað sem má segja um heimsmetið hans Sigmundar í skuldaniðurfellingu sem féll á föstudaginn þá er undarlegt hve önugur forsætisráðherra var þennan sama dag. Sigurdaginn hans. Sást reyndar seinna hoppandi eins og hálfviti ásamt restinum af þingflokknum á frægri mynd sem hefur gengið um netheima eins og eldur í sinu.
Ég vona svo innilega að fólk sem hefur staðið í skilum með sín lán fái einhverja leiðréttingu. Samt leitt að þrotabú bankanna greiði ekki reikninginn eins og Sigmundur Davíð lofaði. Skattur á fjármálafyrirtæki dekkar þetta ekki. Og hvert er grínið með því að fólk „megi“ nota séreignarlífeyrir sinn til að greiða niður húsnæðislánið? Reiknimeistarar mæla frekar með því að fólk geri það ekki og geymi sparnaðinn fram til starfsloka.
Sveitastjórnarkosningar nálgast og ég skil engan veginn af hverju borgarbörn kjósa Framsókn í bæjarstjórn. Hvaða mögulega erindi á þetta lið í nærpólítík höfuðborgarsvæðisins? Sveitavargar sem boða einangrun, höft og afturhald. Verð rosalega vonsvikinn ef þetta lið nær inn bæjarfulltrúa í Kópavogi. Var alveg nóg að hafa Ómar. Guð forði okkur frá montrassinum Birgi.
Hvað þá Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík. Oddvitinn úr Kópavogi með svo mikið sjálfstraust að jafnvel fólk gapir þegar hún opnar munninn. Hvaða rugl er þetta að berjast fyrir einhverju bresku mannvirki frá seinna stríði?
Þetta eru vissulega stríðsminjar en auðvitað mun innanlansflugið fara úr Vatnsmýrinni með tímanum og flytjast til Keflavíkur. Gerist eðlilega, smá saman og án kosninga. Tilgangslaust að reyna festa flugvöllinn þarna um alla framtíð á besta byggingarlandi borgarinnar. Sem er reyndar mýri. Dýrt að byggja þarna. Langt niður á fast land.
Rökin fyrir veru vallarins í Vatnsmýri eru þau sömu og fyrir bílastæðahúsum borgarinnar. Að hafa hann nógu nálægt. Tilfinningarök um sjúkraflug eru tómið eitt. Lítið mál að efla bráðadeildina í Keflavík. Og það á ekki að vera hægt að nota þyrlur því þær hafa ekki þrýstijöfnunarbúnað. Skrítið! Veit ekki betur en að margir sjúkraflutningar fari fram í þyrlum og að þær lendi við Borgarspítalann í Fossvogi. Ekki á Reykjavíkurflugvelli.
Hér er bara sama gamla hreppapólítíkin í gangi í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Reynt að halda lífi í úreltu kerfi vegna gamallar spillingar. Sjúkraflug frá Akureyri. Hvers konar rugl er það! Landhelgisgæslan á að sjá um allt sjúkraflug. Punktur. Ekki einhverjir einkaaðilar sem hrapa flugvélum.
Núverandi stjórnarflokkar eru krabbamein hinnar íslensku þjóðar. Verðum að kjósa þetta lið burt. Byrja í sveitastjórnunum. Vinna okkur svo upp og hreinsa Alþingi. Hvorki meira né minna en framtíð landsins veltur á því.