Pólítísk rétthugsun

Fyrrverandi samstarfsfélagi skólaði mig duglega í pólítískri rétthugsun.  Hve fáranlegt væri að fylgja fjöldanum þrátt fyrir að hafa aðra og ólíka skoðun. Nákvæmlega það sem er að gerast núna þegar oddviti Framsóknar í Reykjavík segist ætla að afturkalla lóðarveitingu til múslima.

Allt samfélagið fer á hvolf og kallar hana rasista þrátt fyrir að flestir hugsi á svipuðum nótum innst inni. Það vill enginn fá mosku í túnfótinn hjá sér. Hvað þá á besta stað eins og áætlað er núna við Sogamýri.  Svo á að fara að reisa rússneska réttrúnaðarkirkju við Nýlendugötu nálægt slippnum. Ömurlegt svona misskilið dekur borgarstjórnar við forneskjuleg trúarbrögð miðalda.

Fjölmenning er góð og gild en aðeins ef hún lagar sig að okkar vestræna og frekar frjálslynda samfélagi.  Algjör óþarfi að moka undir afturhaldsöfl frá útlöndum.  Eigum nóg með okkar eigin afturhaldsseggi í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.

Ég spái því að útspil forystukonu Framsóknar í borginni muni koma henni inn í borgarstjórn.  Dugir þar til hlustendahópur Útvarps Sögu sem er lítið um útlendinga gefið.  Persónulega finnst mér fáranlegt að gera afturhaldsöflum hátt undir höfði.  Sama hvaðan þau koma.

Færðu inn athugasemd