Brauð og leikar

Rankaði við mér rétt fyrir lok fyrri hálfleiks Brasilíu og Króatíu.  Hafði lagt mig eins og aumingi.  Enda með kvef og hitasting eftir að hafa brennt á mér skallann enn eitt árið.  Aldrei lærir maður af reynslu fyrri ára.

Fylgdist með á skjánum meðan ég var að vakna og ná aftur áttum.  Skil núna af hverju ég nenni ekki að fylgjast með þessum leikaraskap, spillingu og mútum.  Þetta er ekki íþrótt fyrir fimmaura!  Enrique Iglesias fékk að berja mann í smettið með olnboganum án þess að vera rekinn af velli.  Og svo skora úr vítaspyrnu sem lyktaði frekar illa af mútum.  Hvað skyldi japanski dómarinn hafa fengið undir borðið frá Brasílíu?

Og öllum finnst þetta bara tilheyra leiknum.  Ekkert við þessu að gera. Gestgjafarnir eiga að verða heimsmeistarar.  Það er bara þannig!  Meiri viðbjóðurinn sem þetta FIFA er orðið að.  Skil ekki af hverju við eigum að gráta að hafa ekki komist í þessa hít.  Ekki fór nú vel fyrir Króötum.

Sé fram á lítið sjónvarpsgláp næstu vikurnar.  Nenni ekki að horfa á illa skrifaða raunveruleikaþætti. Boltaleikjakeppni eins og þessi er lítið annað en brauð og leikar fyrir lýðinn.  Algjör lágkúra þar sem úrslitin eru greinilega ákveðin fyrirfram í reykfylltum bakherbergjum.

Færðu inn athugasemd