70. lýðveldisdagurinn

70 ár liðin síðan við ulluðum á Danaveldi undir þýskum járnhæl og gerðumst frjálst og fullvalda lýðveldi.  Spurning hvort okkur hefði ekki vegnað betur í áframhaldandi samfloti með Danmörku?  Að minnsta kosti með færri sveiflum í hagkerfinu.  Kunnum ekkert með peninga að fara.

Eins værum við sennilega aðeins sanngjarnari á ýmsu eins og áfengislöggjöf og tollum á innfluttum vörum.  Enda værum við auðvitað inn í ESB í gegnum Danmörku.  Sjávarútvegur væri þá vonandi ekki eins drottnandi yfir öllu og héldi launum niðri eins og nú.  Kvótagreifar og bændahöfðingjar réðu minna.  Sjálfstæðismafían og Framsóknarfasistar á hliðarlínunni í íslenskum stjórnmálum.

Þvílíkur draumur sem það hefði orðið.  En hvað um það.  Þrátt fyrir að hér hafi tómir apaheilar stjórnað þjóðarskútunni áratugum saman þá höfum við á einhvern undraverðan hátt náð að halda vatni.  Þar er þjóðinni að þakka þrátt fyrir slaka forystu misviturra flokksgæðinga og pabbadrengja helmingaskiptaflokkanna.

Færðu inn athugasemd