Hreppaflutningar hinir síðari eru hafnir undir forsæti Sigmundar Davíðs sem skilur ekkert í því að fimmtíu starfsmenn Fiskistofu og fjölskyldur þeirra vilji ekki flytja búferlum til Akureyrar. Hrokinn svoleiðis lekur af manninum. Hvernig þætti honum ef Forsætisráðuneytið yrði flutt með einu pennastriki út á land?
Er ekki eitt ár nóg með svona vitleysing í forsæti? Hvenær fær Sjálfstæðisflokkurinn nóg og slítur þessari vitleysu? Held svei mér að Bjarni Ben. yrði mun skárri forsætisráðherra en þetta Framsóknarfífl Pabbason.
Og er það bara ég eða fitnar forsætisráðherra meira með hverri mínútunni sem líður? Er íslenski kúrinn eitthvað að klikka? Maðurinn getur varla mælt lengur vegna hálsfitu.
Besserwisserar spá næsta hruni eftir tvö ár. Ég segi október 2015…eða fyrr. Með þessa stjórn er hyldýpið handan næsta horns. Hjá henni varð ekkert hrun 2008.