Back to basics

Snjallsíminn minn er búinn að vera.  Er frosinn og getur ekki kveikt á sér. Mér er tjáð að kannski borgi sig ekki að láta laga hann. Hlaut að koma að þessu.  Hverjum datt í hug að hnoða saman spjaldtölvu og farsíma í eina heild! Allt of mikið að gerast í einu tæki.  Er gert til þess að bila.

I’m going back to basics!  Ætla að fá mér einfaldan takkasíma með útvarpi og endingargóðri rafhlöðu.  Enda notaði ég fátt annað í snjallsímanum mínum.  Snjallsímavæðingin er ekki að virka sem skyldi.  Allir þessir möguleikar í einu litlu tæki ganga ekki upp til lengdar.

Sé á netinu að bara ný framhlið á slíka síma kostar frá 15.000 til 25.000 krónur.  Þessi sífellda þörf fyrir nýjustu upplýsingar er að gera út af við okkur!  Slökum aðeins á og bökkum til þess tíma þegar farsímar voru til að tala í og kannski mesta lagi senda smáskilaboð þess á milli.

Mér finnst hundleiðinlegt að taka ljósmyndir með símanum mínum. Stemningin er ekki sú sama og að halda á alvöru myndavél og ráða öllu sjálfur.  Ég gekk með vasadiskó/útvarp á mér fram til 2007 þegar það dó. Ætli þannig græja fáist ennþá?

Færðu inn athugasemd