Forræðishyggjan

Þegnum þessa lands er treyst til þess að kjósa yfir sig Framsókn en ekki að versla sér vín úr matvörubúðum. Möguleg koma Costco til landsins hefur komið umræðunni aftur í gang.  Rökin fyrir rekstri Vínbúða ríkisins eru þau að þær eru svo flottar, hlaðnar úrvali og mannaðar vínsérfræðingum.  Bull og vitleysa!

Varaformaður Neytendasamtakanna, Þóra Guðmundsdóttir, ver þessi skipti í Sprengisandi, þætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni.  Ber fyrir sig lýðheilsusjónarmið sem kunna að koma sumum fyrir sjónir sem forræðishyggja ríkisins.  Kannski vegna þess að þetta ER forræðishyggja!

Sykur flæðir um allt í matvörubúðum landsins.  Og enginn gerir athugasemd við það.  En um leið og að minnst er á bjór eða léttvín, þá verður allt vitlaust. Í flestum siðmenntuðum löndum má selja vín í öllum búðum. En þar eru líka „liquor store“ sem sérhæfa sig í sölu á fínni vínum og hafa þekkingu á þeim. Slíkar verslanir munu einnig þrífast hér þegar við leggjum niður ÁTVR. Færasta starfsfólkið þaðan mun fá vinnu áfram í þessum sérhæfðu verslunum.

 

 

Færðu inn athugasemd