Nennti ekki í druslugönguna í gær þrátt fyrir að hafa ætlað mér það í öll skiptin sem hún hefur verið haldin. Frábært framtak til að skila skömminni þangað sem hún á heima, hjá gerandanum. Drusluskömm (slutshaming) á ekki heima í siðmenntuðum heimi. Það á enginn rétt á að nauðga stúlku eða strák sem klæðir sig frjálslega (í efnislítil klæði). Á Íslandi virðist ríkja einhvers konar nauðgana(ó)menning.