Gleðin við völd

Árlegir Hinsegin dagar eru gengnir í hönd.  Þeir ná hápunti eftir tvo daga í gleðigöngunni frá Vatnsmýrarvegi (BSÍ) til Lækjargötu fyrir neðan Arnarhól.

Ég nennti ekki í fyrra og missti því af typpasleikjóunum hans Gylfa Ægis, sem reyndar mætti ekki heldur en fullyrðir samt að ofgnótt af slíkum góðgætum hafi verið dreift til barna til að heilaþvo þau og gera samkynhneigð.

Sagan segir að einhverjum „vini“ Gylfa Ægis hafi verið nauðgað af karlmanni í den á fylleríi og það virðist lita sýn hans á samkynhneigða karlmenn.  Gylfi setur meira segja homma og barnaníðinga í sama flokk út frá þessari reynslu vinar hans.

Mikið væri nú gaman ef Gylfi og „vinur“ hans mættu í gleðigönguna og léttu af sér þessu oki sem fordómar gagnvart samkynhneigðum eru.  Fordómar eru þungar byrðar og til óþurftar í lífinu.  Lífið á að vera skemmtilegt.  Annað er sóun.

Færðu inn athugasemd