Eins frábær uppistandari og grínisti og Robin var, þá var hann vanmetinn sem kararterleikari. Sá hann fyrst leika mjög sannfærandi skrítinn Rússa í „Moscow on the Hudson“ og slá endanlega í gegn í „Good Morning Vietnam“ sem útvarpsþulurinn Adrian Cronauer.
Vissulega lék hann oft í væmnum fjölskyldumyndum en hvað með það! Alltaf var skemmtilegt að sjá hann eða heyra í honum í teiknimyndum. 2002 sannaði hann svo um munar að hann gat alveg leikið vafasama karaktera í „One Hour Photo“ og „Insomnia“.
Robin vingaðist við sjálfan Superman; Christopher Reeve í hinum virta Juilliard leiklistarskóla. Og greiddi alla sjúkrahúsreikninga vinar síns eftir að hann lamaðist frá hálsi og niður.
Robin var frábær gaur en barðist við sína djöfla eins og flest okkar. Þunglyndi sést víst ekki alltaf utan á fólki. Sýnum nærgætni í návist sálar.