Öll meðul eru notuð til að útiloka innflutning á erlendu kjöti. Nú blaðrar forsætisráðherra um sýkingar sem geta breytt hegðun heilla þjóða. Hvaða hugsanavilla er þetta að okkar matvara sé eitthvað hreinni en annarra þjóða?
Þetta framsóknarafturhaldssveitapakk getur ekki leyft okkur að hafa val heldur ofsækir menn eins og Jón Sullenberger og reynir að koma honum fyrir kattarnef með hjálp Matvælastofnunar. Og beita fyrir sig evrópskum reglum sem aðrar þjóðir sniðganga eða koma sér fram hjá. Bara fyndið þar sem þetta dreifbýlispakk hatar Evrópu jafnt og Ameríku.
Hrædda sveitamafían óttast innkomu Costco í landið, því svo stóru erlendu dæmi geta þau ekki stjórnað með framsóknarfrekju. Eru í raun alveg ráðalaus gagnvart Costco sem er þekkt fyrir að fara að lögum hvers lands og greiða laun yfir lágmarkstaxta. Annað en mörg íslensk fyrirtæki.
Æ, hættið þessu röfli og leyfið okkur hinum að borða það sem okkur langar til að troða ofan í vambirnar okkar. Er svo leiðinlegt að versla sömu sveittu vörurnar í öllum matvörubúðum landsins, nema kannski í Iceland og Kosti. Er löngu tímabært að fá erlenda samkeppni.