Finnst undarlegt að sautján þúsund kjaftar ætli á Justin Timberlake í Kórnum. Einu lögin sem ég kannast við hjá honum eru „Cry Me a River“, „Mirror“ og svo nýjasta lagið þar sem hann gaular ofan í gamla upptöku frá Michael Jackson heitnum.
Sennilega verða flestir gestirnir í Kórnum kvenkyns og það af öllum aldri. Jafnvel á mínum og ofar. Enda J.T. svo sætur og góður drengur. Sem er alveg satt. Kemur vel fyrir og virðist ekki vera fæðingarhálfviti eins og nafni hans Bieber.
Án mikilla raka má halda því fram að Justin sé arftaki Elvis að því leyti að hann skarar fram úr með því að herma eftir svörtum söngvurum og selja dæmið til hvítra hlustenda. Hann dansar og syngur eins og goðið sitt Michael Jackson. Elvis varð fyrst frægur fyrir að syngja svart rokk yfir í hvítt.
Og nei! Ég er ekki rasisti. Bara að benda á hvernig hvítir listamenn „fá lánað“ frá svörtum. Snurfusa það og setja í snyrtilegar umbúðir fyrir okkur föla fólkið. Eminem?