Country

„Crazy Heart“ var á RÚV eftir tónleikana niður við Arnarhól. Einn af uppáhalds leikurunum mínum, Jeff Bridges, leikur þar og syngur hlutverk útbrunnins sveitasöngvara sem kynnist sér mun yngri konu (Maggie Gyllenhaal) og reynir að snúa við blaðinu. Stöðugt í skugga arftaka síns og lærisveins (Colin Farell) og aðeins of hændur að eðalvískí frá Kentucky. Jeff hlaut loksins Óskarinn fyrir hlutverkið eftir að hafa verið tilnefndur fjórum sinnum áður.

Færðu inn athugasemd