Menningarnótt

Mamma gamla dró mig stundarkorn niður í miðbæ með strætó.  Tókum Hljómskálagarðinn, út Lækjargötuna og til baka.  Nenntum þá ekki meiru.  Helvítið hann Jón Jónsson var við það að fara væla í garðpartý Bylgjunnar svo við forðuðum okkur hið snarasta.

Nenni ekki lengur að hanga þarna yfir tónleikum sem hægt er að sjá í sjónvarpinu og listræna flugeldasýningu sem varir í rúmar fimm mínútur.  Eiga svo eftir að koma mér heim með strætó.  Nei takk!  Viðburðir dagsins í hinum ýmsu götum eru áhugaverðari.  Var bara svo lengi að koma mér af stað í þetta skiptið.

Færðu inn athugasemd