Nasistaklippingin

Rosalega er orðið erfitt að greina menn í sundur á aldrinum 10 – 50 ára. Þeir eru allir með sömu nasistahárgreiðsluna.  Rakaðar hliðar og sítt/millisítt hár smurt aftur eða til hliðanna.  Og í sömu hipsterajökkunum, þröngu buxunum og flatbotna strigaskónum.

Liggur við að ég þakki fyrir að vera hálf sköllóttur og spikfeitur.  Því ekki myndi ég nenna vera eins og allir hinir. Hef ekki elt tískustrauma síðan ég var með broddaklippingu og klæddist snjóþvegnum gallabuxum fimmtán ára gamall.

Færðu inn athugasemd