Aftur í nám…endurskoðað

Þvílík vika! Var hættur við sagnfræðina þegar mér berst póstur á miðvikudaginn um að námsbrautin hafi endurskoðað mat sitt og ég fái að halda öllum mínum 120 einingum. Sem leiðir til þess að ég er hættur við að hætta. Ég sem ætlaði að leggjast í sjálfsvorkunn og leti. Damn!

Nú get ég ekki annað en gert mitt besta til að ljúka þessum einingum sem upp á vantar til B.A. gráðu. Sanna fyrir sjálfum mér og öðrum að ég geti það. Gruna að mér hafi verið hleypt í gegn því enginn trúir að ég muni nokkurn tímann ljúka náminu.

Sjáum til.

Færðu inn athugasemd