Margt finnst mér nú skrítið og asnalegt sem kemur frá þingliði núverandi stjórnar. Til að mynda fjárlagafrumvarpið eins og það leggur sig fyrir utan að ætla afleggja vörugjöld. Líst mér þó best á frumvarp fyrrverandi löggunnar og bindindismannsins Vilhjálms Árnasonar frá Sauðárkróki um að leysa upp einkaleyfi ÁTVR og leyfa sölu áfengis í matvörubúðum með vissum skilyrðum. Löngu kominn tími til.