ISIS eða Íslamska ríkið eru eins og martröð úr James Bond kvikmynd. Samtök grímuklæddra illmenna í svörtum kuflum með rússneskar AK-47 vélbyssur og hnífa. Hverskonar aumingjar skera keflaða blaðamenn á háls fyrir framan myndavélar? Og það enskur böðull.
Ég hef ekki haft geð í mér að horfa á aflífingarmyndböndin þar sem þessi „John bítill“, eins og hann er kallaður, sargar hausinn af fórnarlömbum sínum með hnífi. Bæði er ég klígjugjarn, en auk þess finnst mér fórnarlömbunum sýnd stök óvirðing með slíku áhorfi. Aftökur eiga ekki að vera eitthvert skemmtiefni á Youtube.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson settu okkur á lista hinna viljugu þjóða í den að okkur forspurðum. Hvernig væri að við settum okkur á lista Obama sjálfviljug í þetta skipti. Svona pöddur verður að drepa umsvifalaust og án þess að hika. Annars ná þessi kvikindi að fjölga sér um of eins og nasistarnir forðum. Sex ár tók að útrýma þeim andskotum. Varla viljum við slíkt hörmungartímabil aftur?