Íslenskir viðskiptahættir

Ljósleiðarabyltingin virðist eitthvað fara höktandi af stað. Að minnsta kosti hjá einu símafélaginu. Fjöldi fólks virðist upplifa truflanir og sambandsleysi. Sérstaklega þegar kemur að sjónvarpsútsendingum. Og tæknimenn í verktöku skilja ekkert í neinu og benda á rafmagnstengingar sem mögulega sökudólga. Ríkishrokinn er ekki enn runninn af þessu einkavinavædda fyrirtæki.

Mikið er ég feginn að vera ekki svona sólginn í háhraða. Læt mér nægja 4G pung frá Nova með inneign. Áskriftarsamningar eru bara hlekkir svika og pretta. Er eitthvað svo íslenskt að svindla á viðskiptavininum í stað þess að afhenda bara lýtalausa vöru heim að dyrum umbúðarlaust.

Færðu inn athugasemd