2007 er aftur að nálgast. Byggingarkranar út um allt. Strætisvagnar fullir af keðjureykjandi verkamönnum frá Austur-Evrópu í hvítum strigaskóm sem hósta stöðugt yfir mann svo maður gæti rétt eins ferðast með fullum öskubakka á hjólum.
2007 voru allir á svörtum Range Rover. Nú virðast margir halla sér að Land Rover Discovery og rándýrum reiðhjólum. Reinsanir aðeins of dýrir enn þá. Bankarnir eru aftur byrjaðir að lána og menn með milljón á mánuði fá auðveldlega bílalán fyrir breskum Rover jeppum. Hér er allt á uppleið…fyrir suma.
Það er rannsóknarefni hvernig hrunflokkarnir tveir komust svona skjótt aftur til valda. Erum við svona vitlaus sem þjóð. Var þolið ekki meira en fjögur ár með vinstri stjórn? Við vorum á réttri leið og nú eigna þessir fávitar sem núna eru við stjórn sér heiðurinn af árangri síðustu stjórnar. Og deila honum til ríkasta hluta þjóðarinnar í gegnum breytt (einfaldara) skattkerfi. Og heimta 1,5% sparnað á línuna til að greiða fyrir 11 milljarða eftirgjöfina til útgerðarinnar.
Hér er enginn feluleikur í gangi. Bara einbeittur brotavilji gegn þeim sem hafa það verst á Íslandi. Kristaltært hatur á atvinnulausum, öryrkjum og eldri borgurum. Búsáhaldabylting hvað! Hér er þörf á blóðugri byltingu með valdi. Annað skilja þessir pabbadrengir ekki.