Nekt er varla glæpur!

Þrælaði mér í gegnum „Life of Brian“. Ágætis ræma þannig séð. Þarna var ekkert verið að fela nektina í einu atriðinu. Enda Bretar furðu mikið fyrir að fækka fötum í kvikmyndum. Sérstakt fyrir annars íhaldssama þjóð.

Fermingarbörnum á Selfossi voru sýndar myndir af kynfærum Íslendinga til að koma í veg fyrir ranghughugmyndir fengnar úr klámmyndum þar sem stórir limir og falleg sköp ráða ferðinni. Kæra fylgdi í kjölfarið. Eðlilega varð ekkert úr henni.

Nekt er varla glæpur!

Færðu inn athugasemd