Listi yfir skattsvikara hefur lengi boðist ríkisstjórninni til sölu. Skothelt dæmi þar sem ríkið græðir margfalt virði þess sem það leggur út fyrir listanum. En nei, lítil von til þess að Bjarni Ben. fjármálaráðherra fari að kaupa lista með nafni sínu, ættingja og vina. Mun aldrei gerast. Afsökunin verður of mikill kostnaður fyrir lítil aflabrögð.
Fjármálaráðherra mun gretta sig og tala hægt. Jafnvel tafsa á milli orða. Hneykslast á slíku lögbroti sem illa fengnar upplýsingar eru. Fullyrða að skattaskjól séu hugarburður vinstrimanna. Að til lítils sé að kaupa slíkan lista…um vini hans og ættingja.
Hér verður enginn listi keyptur. Síst af öllu fyrst að vinstri stjórnin keypti hann ekki á sínum tíma. Fjórflokkarnir eru samtvinnaðir í sínu sukki. Þykjast deila á þingi en koma sér svo saman um að deila góssinu og níðast á landsmönnum. Framvegis kýs ég allt annað en fjórflokkinn. Annars breytist ekkert.