Asnalegt að hafa það ekki rétt

Ljósmynd birtist í Fréttablaðinu við umfjöllun um nýja leiksýningu. Á henni stendur liðsforingi Þriðja ríkissins og beinir skammbyssu að konu. Fyrir það fyrsta stillir hann sér upp eins og nútíma glæpon úr bandarískri gengjamynd. Fáranlegt.

Svo heldur hann á eftirlíkingu af Beretta 92. Vinsælli ítalskri skammbyssu sem var ekki framleidd fyrr en þrjátíu árum eftir lok seinna stríðs. Hefur verið notuð í meira en tuttugu ár af bandaríska hernum og lögreglunni. Vann samkeppni við Sig Sauer því hún var ódýrari og einfaldari. John McClane í Die Hard er alltaf með Beretta og ótal skothylki.

Þýskir liðsforingjar gengu annað hvort með Luger, Walther P38 eða Walther PP sem síðar varð PPK eins og sú sem Bond, Derrick og The Equalizer notuðu. Leiðinlegt þegar þau sem sjá um búninga leiksýninga nenna ekki að redda sögulega réttum leikmunum.

Colt M1911 og Beretta 92 hlið við hlið ásamt skothylkjum. Fyrrverandi og núverandi skammbyssur bandarískra hermanna
Colt M1911 og Beretta 92 hlið við hlið ásamt skothylkjum. Fyrrverandi og núverandi skammbyssur bandarískra hermanna
Walther P38. Sú sem tók við af dýrri framleiðslu á Luger P08.
Walther P38. Sú sem tók við af dýrri framleiðslu á Luger P08.
Walther PPK.  Hitler skaut sig og Evu Braun með þannig byssu. Sígild, þýsk hönnun ætluð til að vera hulin. Enn feykivinsæl í veskjum, vösum og náttborðsskúffum. Notuð lengi af þýsku, dönsku og sænsku lögreglunni.
Walther PPK. Hitler skaut sig og Evu Braun með þannig byssu. Sígild, þýsk hönnun ætluð til að vera hulin. Enn feykivinsæl í veskjum, vösum og náttborðsskúffum. Notuð lengi af þýsku, dönsku og sænsku lögreglunni.
Ein frægasta og vinsælasta hönnun á skammbyssu.  Fyrst framleidd 1908.  Þúsundir rötuðu til Bandaríkjanna með hermönnum seinna stríðs sem minjagripir.  Vinsælar eftirlíkingar eru enn seldar í bílförmum.
Luger P08. Ein frægasta og vinsælasta hönnun á skammbyssu. Fyrst framleidd 1908. Þúsundir rötuðu til Bandaríkjanna með hermönnum seinna stríðs sem minjagripir. Vinsælar eftirlíkingar eru enn seldar í bílförmum.

Færðu inn athugasemd