Félag lýðheilsufræðinga leggst gegn frumvarpi um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Nefna sem rök að unglingadrykkja hafi minnkað svo mikið síðustu ár. Taka ekki með inn í reikninginn að ungdómurinn reykir bara gras og marijuana í staðinn fyrir að drekka bjór. Þarf heilt félag fyrir einn lýðheilsufræðing?
Þvermóðskan ríður sjaldan við einteyming. Fólk er svo innilokað í eigin fordómum að það hálfa væri nóg. Hvað kemur því við þó mig langi til að grípa bjórdós með þegar ég versla inn til heimilisins? Einn fyrir svefninn eftir langan og strangan dag. Af hverju neyðist ég til þess að fara langa leið í ríkisrekna sérverslun?
Djöfull þoli ég ekki svona forræðishyggju. Hata landbúnaðarkerfið þar sem þykir lenska að svíkja neytendur með einokun Mjólkursamsölunnar. Og það með lögum! Bið fyrir komu Costco inn í landið. Bið fyrir því að eftir næsta hrun (sem mun koma von bráðar) munum við hafa vit á því að ganga inn í Evrópusambandið og hætta þessu hokri út á miðju Atlantshafi.