Fann aftur lestrargenið mitt

Þar til nýlega hafði ég varla klárað bók í lengri tíma. Hætti allt í einu að lesa bækur og lét mér nægja textann úr blöðunum og af netinu. Var orðinn hræddur við að byrja á bók af ótta við að ég myndi ekki nenna að klára hana.

Sæki núna námskeið niður í Háskóla Íslands og „neyðist“ til að lesa fyrir tímana. Sérstaklega fyrir síðastliðinn föstudag þegar krossapróf sem gildir 35% af lokaeinkunn fór fram. Kláraði mína fyrstu bók í mörg ár fyrir þetta próf. Tilfinningin var ótrúlega góð. Ekki bara yfir að hafa klárað heldur hve vel mér leið meðan ég sat og las. Var búinn að gleyma að lestur er ekki vinna heldur tær slökun og heilaleikfimi án erfiðis.

Færðu inn athugasemd