Við Íslendingar elskum greinilega að láta ríða okkur í ósmurðan afturendann. Þess vegna kusum við aftur yfir okkur hrunflokkana út á veika von um skuldaleiðréttingu húsnæðislána sem núna virðist vera á leiðinni til andskotans. Nákvæmlega eins og umsjónarmaður leiðréttingarnar, Tryggvi Þór Herbertsson, vildi alltaf.
Þrautsegja þjóðarinnar dugði ekki í fjögur ár til viðbótar með vinstriflokkunum. Fólk klæjaði að fara eyða aftur með lánsfé spilltra banka. Kaupa sér Range Rover og sumarhús út á krít. „Eignast“ eitthvað fyrir næsta óhjákvæmlega hrun.