Leikkona ritar grein á http://kvennabladid.is/2014/10/17/minningar-um-ofbeldissamband/ Stelpa hvers ímynd gaf út á sínum tíma að lifði eðlilegu og hamingjusömu lífi með einhverjum sem umvafði hana ást. Því fór fjarri lagi! Sambýlismaður hennar var stakur ræfill og aumingi. Gekk í skrokk á henni og kúgaði andlega.
Er svo sammála henni að lögreglan eigi að kæra svona menn til saka. Á ekki að vera undir fórnarlambinu komið. Nóg hefur viðkomandi þolað án þess að neyðast til að hefja málarekstur á hendur kvalara sínum. Svona menn á kerfið að taka úr umferð án tafar. Senda í sálfræðimeðferð sjálfum sér og öðrum til hagsbótar.
En nei, svona gaurar fá að valsa frjálsir um eins og greifar og valda sárskauka hvar sem þeir koma. Eru jafnvel taldir stök karlmenni af sumum kynbræðrum sínum fyrir andlega kúgun sína á konum sínum. Taldir „alvöru“ menn sem stýra lífi sínu og láta engar kellingar segja sér fyrir verkum.