Vopnavæðingin

Nú heyrist hvíslað að alls 370 vélbyssur hafi verið fluttar inn til landsins. Vopnabúr fyrir hina ráðandi stétt þegar næsta búsáhaldabylting lætur á sér kræla. Kylfur og gasbrúsar heyra sögunni til. Nú skal hörðu mætt með hörðu. Geltandi byssukjaftar gagnvart þeim sem dirfast að mótmæla sitjandi ríkisstjórn og hennar klúðrum.

Eina von lýðsins á Austurvelli verður að lögreglan sem mun halda á þýsku vélbyssunum horfi í gegnum fingur sér og leggi niður vopn. Annars verður blóðbað í boði hrunflokkanna sem nú sitja að völdum. Viljum við það?

Sumir vilja það að minnsta kosti innan lögreglunnar. Til að mynda Bjartmarz sem skilur ekki þetta röfl yfir nokkrum vélbyssum sem séu veikari vopn en rifflar. En hann var nú reyndar á því að ganga hefði átt mun harðar gegn mótmælendum búsáhaldabyltingarinnar. Skyldi ekki þetta dekur.

Staðreyndin er sú að reynt var að vopnavæða lögregluna í leyni en blöðin komust að því. Nú gera allir tilraun til að krafsa yfir skítinn og benda á aðra. Enginn kannast við neitt. Blautasti draumur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra er að rætast. Að Ísland hervæðist.

Færðu inn athugasemd