Verkföll lækna og tónlistarkennara eru í gangi og yfirvöldum er nokkuð sama. Á mánudaginn mun starfsfólk Kópavogs leggja niður störf. Eflaust verður bæjaryfirvöldum nákvæmlega sama. Öllum er sama.
Verkföll opinberra starfsmanna sýna bara fram á nauðsyn þess að einka(vina)væða þarf allt draslið. Eða því trúa bjánarnir sem nú sigla þjóðarskútunni þráðbeint inn í næsta hrun í græðgisvæðingu sinni.
Hjá þeim er allt svart og hvítt. Hækkun matvælaskatts þýðir kjarabót fyrir hinn almenna neytanda í þeirra huga. Eitthvað sem stenst engan veginn. Hvorki í raunveruleikanum né í fræðum hagfræðinga. Sama þó á móti komi niðurfelling vörugjalda á raftækjum.