Tilhneigingu fólks til að halla sér að íhaldssömu afturhaldi í stjórnmálum verður að mæta af fullri hörku. Alls ekki gefast upp gagnvart þessum illu öflum þröngsýni og sérhagsmunagæslu. Ég gubbaði á skjáinn í gær þegar forsætisráðherraflónið birtist með yfirlýsingar um leiðréttinguna sem verður birt á morgunn.
Hrokinn og gleymskan í þessum pabbastrák fær mig til að kreppa hnefana og óska eftir að hann verði á vegi mínum. 80 milljarðar sem við fáum sjálf að greiða á fjórum árum með sköttunum okkar eru ekki 300 milljarðar frá erlendum hrægammasjóðum eins og fíflið lofaði fyrir kosningar.
Svo lætur hann bara eins og netið sé ekki til. Að fyrri lygi hans gufi upp um leið og hann leggur fram aðra og nýrri. Þessi leiðrétting verður hvorki fugl né fiskur. Fólk verður síst betur sett en áður. Þetta er sýndarmennska og sölubrella kokkuð í eldhúsi fjósafasistamafíunnar.
Gerum landið að einu kjördæmi svo við losnum við þessa óværu úr íslenskum stjórnmálum! Við höfum ekki lengur efni á fávitastjórnum eins og nú ríkir yfir landinu. Við megum ekki við öðru hruni. Landið mun ekki lifa það af.