„Julien Blanc has attracted widespread criticism for holding “dating seminars”, which suggest men harass and abuse women – including by choking them – as a way of attracting them.“ – The Independent.
Rosalega held ég að þessi gaur muni vera velkominn hingað! Græðir kannski ekki mikið á að halda námskeið í pikköpptækni íslenska karlpeningsins, en samt. Verður boðinn velkominn sem snillingur í hösli.
Hef séð svona kauða starfa. Þeir ná sínu fram með andlegu ofbeldi, frekju og sálfræði. Þeirra óvænta hegðun er vopn þeirra. Engin kona býst við slíku fyrir fram og verður því fórnarlamb. Maðurinn gengur jú bara ákveðið til verks, ekki satt? Ekkert við því að segja.
Svona menn á að berja umsvifalaust niður í götuna. Ekki einu sinni að leyfa þeim að opna munninn. Alls ekki hleypa þeim inn í landið. En það biðja 120.000 Bretar um með undirskriftum á netinu og ráðherra tekur undir. Aðferðir til að beita konur ofbeldi á ekki að vera söluvara. Og gaura sem mæta á slíka fyrirlestra á að fangelsa um leið.