Þetta er viðbjóðslegt samfélag!

Gísli Freyr Valdórsson féll á sverð sitt á elleftu stundu. Tók á sig sökina svo Hanna Birna gæti haldið áfram í embætti. Hvað ætli hann fái að launum fyrir fórnfýsnina? Án efa eitthvert feitt embætti, en bara ekki alveg strax. Kannski um leið og fjölmiðlageðveikinni linnir og allir eru hættir að hugsa um lekamálið í Innanríkisráðuneytinu.

Þessi ríkisstjórn er frá Djöflinum komin. Gerir allt til að halda í sína stöðu. Mörgum hægrisinnuðum sveitamanninum kann að finnast sök Gísla lítilvæg en sannleikurinn er sá að hann sveik þagnareið þann sem allir ríkisstarfsmenn skrifa undir. Það er skýr brottrekstrarsök. Samt þáði hann full laun í tæpt ár meðan hann sat á lyginni. Og þagði þunnu hljóði meðan milljónum var sökkt í rannsókn málsins.

Hér er á ferðinni sannur siðleysingi. Stolt og heiður FLOKKSINS. Enda sést það greinilega á öllum kveðjum flokks- og safnaðarfélaga hans í Fíladelfíu. Svona eiga trúaðir menn að haga sér. Ljúga og svíkja samborgara sína. Þetta er viðbjóðslegt samfélag!

Færðu inn athugasemd