Við þjóðin eigum að skammast okkar fyrir að hafa sótt að Hönnu Birnu með hatri okkar. Svo segir okkar sviplausasti og versti forsætisráðherra sem við höfum nokkurn tíma haft. Ég tel niður dagana þar til þetta mannkerti gefst upp á embættinu og lætur okkur í friði.
En þess verður eflaust langt að bíða. Hann á eftir að sölsa fyrirhugaða olíuvinnslu á Austurlandi undir sig og föður hans í Kögun. Fyrr hættir hann varla að angra okkur landsmenn.
Álíka veruleikafirrtur er eigandi Hreint sem lætur pólska „þræla“ sína vinna í tólf daga samfleytt við að þrífa Landspítalann á móti tveimur dögum í fríi fyrir 214.000 kr. lágmarkslaun. Og kemur svo fram í fjölmiðlum og ver fyrirkomulagið eins og það sé hoggið í steinhellur af Guði. Enn einn milliðurinn sem makar krókinn á sparnaðarþörf ríkissins með undirboðum í verk. Og fer ekkert í felur með að hann lítur niður á erlenda vinnuaflið sitt sem hann lætur greiða fyrir undirboðið með laununum sínum.
Þessum tveimur aðilum á að sýna í tvo heimana. Koma þeim í skilning um að þeirra viðbjóðslega samfélag viljum við ekki hérna á Íslandi. Meintur sparnaður í heilbrigðisgeiranum og hin svokallaða leiðrétting veitir þessum mannleysum engan rétt til að níðast á þegnum þessa lands og arðræna.