Trúarbrögð eru ópíum fólksins sagði Karl Marx réttilega. Ég er harður andstæðingur skipulagðra trúarhreyfinga og stjórnmálaflokka. Þar ráða vanalega einhverjir forpokaðir karlpungar sem hata konur, börn, homma og lesbíur. Þeim er vorkunn. Þeir fengu eitthvað undarlegt uppeldi frá feðrum sínum.
Að hræðast minnihlutahópa ber merki um lítið sjálfstraust. Fólk sem hræðist uppgang útlendinga hérlendis gleymir því að við erum lítið annað en óskilgetin afkvæmi umheimsins í kringum okkur. Sama hversu vel við reynum að loka landinu, þá þrífst hér þó frjálslynd, vestræn þjóð gegn íhaldssömum stjórnvöldum og fylgismönnum þeirra sem hyglir landbúnaði og sjávarútvegi á kostnað alls annars. Stórfurðulegt samkrull sem við höfum sætt okkur allt of lengi við.
Tolli Morthens negldi það með pistli sínum í gær að við hefðum verið svipt sögulegu tækifæri til að fylgja restinni af Evrópu í lífskjörum og réttindum af drukknum Kaupmannahafnarstúdentum sem sneru heim með uppskrúfaðar hugmyndir um sjálfstæði sem tryggði aðeins bændum og útgerðarkóngum stjórn landsins í friði fyrir afskiptasömum kóngi hinum meginn við hafið. Síðan þá hefur sjálfstæðinu verið veifað ef einhverjum dettur í hug að ganga í Evrópusambandið eða auka norrænt samstarf. Öskrað á götum úti að við munum missa miðin í hendur útlendinga. „Við“ erum ekki ég og þú, heldur sægreifarnir sem hafa slegið eign sinni á sameign þjóðarinnar. Fiskinn í kringum landið.
Næst á dagsskrá er að gefa út náttúrupassa sem slær eign einhvers ólígarkans úr Sjálfstæðisflokknum á alla fegurð Íslands. Stofnað verður fyrirtæki í kringum passann og gefið einhverjum vildarvini flokksins fyrir núll krónur. Einkavinavæddir stöðumælaverðir munu elta okkur upp um allar koppagrundir og rukka um passann og sekta okkur um 15.000 kr. ef hann er ekki fyrir hendi. Þegar ég lendi í því mun ég neita að segja til nafns og láta handtaka mig. Ísland er land mitt!
Verðum við næst rukkuð um fjallalækjavatnið sem rennur úr jöklum landsins og loftið sem blæs yfir landið! Veit að vatnalögin eru næsti blauti draumur Sjálfstæðisflokksins. Þar fer auðlind án hirðis. Verða að græða á því. Einkavinavæða og rukka restina af þjóðinni upp í ósmurðan afturendann í kjölfarið fyrir að neyta vatns.
Á aðeins einu og hálfu ári hefur þessi ömurlega ríkisstjórn fengið mig til að hata sig eins og pestina. Svei ykkur sem veittuð Framsókn atkvæði ykkar út á andstöðu þeirra við Icesave og loforð um leiðréttingu húsnæðislána sem varð hvorki fugl né fiskur þegar upp var staðið. Svei ykkur fyrir að hafa ekki haft þolinmæði til að leyfa vinstristjórninni að ljúka hreingerningum sínum sem hún var á komin vel á veg með. Nú fáum við bara annað hrun og enn verra. Takk fyrir þið fávitar sem kusuð Sigmund Davíð!
Hér á eftir fer pistill Tolla:
Tolli Morthens
Hugleiðing 1 des
Í dag reikar hugurinn um söguslóðir og ekki allt sem sýnist, í dag er fullveldisdagur íslenska lýðveldisins og við höfum fram að þessu haldið þennan dag hátíðlegan með lúðrblæstri og söng og glaðst yfir frelsinu.
Nú þegar um langt er liðið og og við höfum eignast sögu sem hægt er að draga ályktanir af þá má svo sem sjá eftirfarandi mynd stíga upp úr blámóðuni yfir Nornahrauni og leyfa tilfininguni um réttlæti að leika lausum hala.
1des er upphaf endalokana, þega hópur rómantískra drykkjumanna við Kaupmannahafnarháskóla hófu fánann á loft og kröfðust frelsis og settu í gang atburðarrás sem endaði með fullveldinu 1944, einungis til þess að loka alþýðu manna frá möguleikum þess að vera samferða meginlandinu í lífsgæðum og menningu, einungis til þess að að ættir stórbænda og útgerðarspekúlanta gætu endanlega innsiglað vald sitt og eignarétt á landi og lýð án afskifta konungs og mannúðarsjónarmiða erlendis frá.
Öll saga þessa lýðveldis er saga þess hvernig yfirstéttin herðir stöðugt tök sín á eignarhaldi þess sem nátturuauðæfum, og dregur mannauðinn yfir í auðheima sína því í dag mega hugsjónir sín lítils gegn exilskjalinu.
Eftir að verkalýðshreyfingin fjaraði út sem fjöldahreyfing og sem pólitískt afl til þess að verja kjör og mannréttindi og breyttist í fjárgæslustofnun lífeyrisstofnana sem rann þannig saman við valdið hefur ekkert pólitískt viðnám verið til staðar til þess að sporna gegn þessari þróun og því miður hafa stjórnmálahreyfingar sem telja sig vera að gefa fólkinu rödd skort raunsæi til þess að sjá hvað í raun og veru er að eiga sér stað.
Eina viðnámið sem bit er í kemur frá samfélagsmiðlum.
Auðheimar stýra í gegnum ríkisvaldið algjörri yfirtöku á allri sameign og samábyrgð og hin svokallaða einkavæðing er keyrð í gegn undir yfirskini hugmyndafræði en er í raun ekkert annað en grímulaust ofbeldi gegn fólkinu.
Í dag er alþýða manna hér á landi ekkert öðruvísi en vinnuhjú fyrri alda, handjárnuð við banka og önnur fjármála fyrirtæki, stöðugt smella fleiri og fleiri hlekkir í lás og viðnámið ekkert.Þúsundir manna hýrast í í úthverfum, í skemmum og iðnaðarhúsnæðum sem eru ekkert annað en postmodernisk braggahverfi, aðrar þúsundir streyma úr landi og aðgerðarhópur auðheima stjórnar á þingi sem annarstaðar undir yfirskini stjórnmála.
Það er einu sinni þannig með stjórnmál eins og svo margt annað í lífinu að það er ekki það hvað þú segir eða hugsar sem telur heldur framkvæmdin sem kviknar af því.
Að þessu sögðu megum við eiga góðan fullveldisdag.
ást og friður.