Ég mun verða grennri!

Hef haft insúlínpenna hangandi yfir mér síðustu tvo mánuði frá síðasta tékki. Var búinn að sætta mig við að þurfa nota hann þegar ég mætti aftur á deild G3 fyrir sykursjúka á Borgarspítalanum síðastliðinn föstudag.

En þegar vigtin sagði að ég hefði misst heil sjö kíló og langtímasykurinn hafði lækkað umtalsvert, þá var útséð með að ég fengi nokkurn insúlínpenna í jólagjöf. Og ég sem hafði bara hætt að stelast til að borða súkkulaðistykki með hádegismatnum og á kvöldin yfir kassanum.

Aldrei hef ég komist nær því að þurfa að sprauta mig vegna þessa lífsstílssjúkdóms.  Og ég ætla mér að komast eins fjarri því í framtíðinni. Eins og læknirinn sagði, þá get ég alveg haft stjórn á sykrinum ef ég vill það.  Er ekkert fast í hendi að ég eigi að vera feitur til æviloka.

Ég var einu sinni grannur.  Ég mun verða grennri!

2 athugasemdir á “Ég mun verða grennri!

  1. það líst mér vel á og ef þér vantar partner in pain að þá erum við strákarnir ávallt til að sparka í rassinn á þér :-) Galdurinn er að koma sér upp rútinu…fá sér programm í ræktina og fara eftir því….byrja mjöööög rólega svo maður gefist ekki upp….annars er mataræðið 90% af þessu….ég ætti nú að þekkja það…..svo gott að borða :-) ég hreyfi mig til að geta borðað meira :-) Og svo fyrir okkur kallana er ekkert skemmtilegra en að tengja tæknina við hreyfinguna okkar, fáðu þér gps app í símann og skráðu allt fyrir þig….þannig sérðu hvort þú ert að bæta þig og gaman að sjá hvert maður er að fara.

  2. Takk fyrir það! Mun þó seint nenna í ræktina. Hvað þá fá mér eitthvert prógramm. Meira málið núna að horfa betur í mataræðið og ganga meira. Ná sykrinum betur niður til að byrja með svo læknarnir reki ekki insúlínpenna upp í boruna á mér. Seinna er aldrei að vita nema að ég losni við innilokunarkenndina og ógeðið á svitalykt annarra og mæti í salinn til að rífa í lóðin – NOT.

Færðu inn athugasemd