Þráhyggju- og áráttuhegðun

Á bls. 88 í Fréttatíma helgarinnar er umfjöllun um nýútkomna sjálfshjálparbók: „Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum“ eftir Sóley Dröfn Davíðsdóttur forstjóra Kvíðameðferðarstöðvarinnar.  Í útdætti er fjallað um undirflokk þráhyggna og áráttu; efasemdir.

Ég er víst einn af þessum 2 -3% landsmanna sem þjást eða hafa þjáðst af þessum sjúkdómi einhvern tímann á lífsleiðinni.  Ég tékka ótal sinnum hvort slökkt sé á eldavélinni áður en ég fer út.  Og athuga jafn oft hvort útidyrahurðin sé ekki alveg örugglega læst.

Og eins og þetta sé ekki nóg þá kaupi ég mjög oft tvennt af einhverri vöru út í búð.  Er með tvær vatnsflöskur á borðinu í vinnunni.  Tvo penna og tvo blýanta. Tvö strokleður.  Tvær skrifblokkir.  Ætla ekki að fara út í fyrirkomulagið heima. Það er síst skárra.

Kosturinn er að ég geri mér grein fyrir þessum annmörkum mínum og er að reyna að laga þá. Það gerist bara ekki einn, tveir og þrír.

Færðu inn athugasemd