Tveir félagar kvöddu snögglega yfir hátíðarnar. Einar Haukur Eiríksson gamall skólafélagi úr grunnskóla kvaddi annan dag jóla og Eggert Þór Bernharðsson lærimeistari úr sagnfræðinni varð bráðkvaddur á gamlársdag. Báðir kvöddu langt fyrir aldur fram.
Ég er í hálfgerðu sjokki. Bjóst engan veginn við að lesa dánartilkynningar þeirra svona snemma. Taldi ávallt að ég myndi deyja löngu á undan þeim.
Hvílið í friði félagar! Ég er ríkari eftir að hafa kynnst ykkur. Þið auðguðuð líf mitt. Vonandi var það gagnkvæmt. Lyftum glasi þegar við hittumst á ný hinum meginn.