Ómöguleikinn

Matarskattur hefur hækkað og þar með maturinn sjálfur. Hjálparstofnanir sjá fram á að skjólstæðingar þeirra komi fyrr og jafnvel oftar eftir mataraðstoð í hverjum mánuði vegna þessa. En það er allt í lagi. Vörugjöldin eru horfin. Nú getum við keypt flatskjá á lægra verði.

Viss „ómöguleiki“ hefur verið fjarlægður. Nú getur hálaunafólkið losnað við gömlu raftækin sín til láglaunalýðsins og endurnýjað græjurnar sínar. Bland.is er snilld!

Færðu inn athugasemd